Sannfærandi hjá ÍBV í Suðurlandsslagnum

Gauti Gunnarsson lék vel fyrir ÍBV.
Gauti Gunnarsson lék vel fyrir ÍBV. mbl.is/Óttar Geirsson

ÍBV átti ekki í vandræðum með að vinna Selfoss á útivelli, 29:20, í 20. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld.

ÍBV er áfram í fjórða sæti, nú með 26 stig. Selfoss er sem fyrr á botninum með átta stig, þremur stigum frá HK og öruggu sæti og í slæmum málum þegar tvær umferðir eru eftir.

Jafnræði var með liðunum framan af í fyrri hálfleik en Eyjamenn náðu sex marka forskoti fyrir hálfleik með góðum lokakafla. Voru hálfleikstölur 17:11.

Eyjamenn juku forskotið í seinni hálfleik og var botnlið Selfyssinga ekki líklegt til að jafna eftir hlé.  

Mörk Selfoss: Richard Sæþór Sigurðsson 3, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Einar Sverrisson 3, Sölvi Svavarsson 2, Jason Dagur Þórisson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Alvaro Mallols Fernandez 1, Hannes Höskuldsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Sæþór Atlason 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 6.

Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 7, Gauti Gunnarsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Andri Erlingsson 2, Daniel Esteves Vieira 2, Gabríel Martinez 2, Andrés Marel Sigurðsson 2, Ísak Rafnsson 1.

Varin skot: Pavel Miskevich 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert