Auðvelt hjá Val og Þór

Ásta Júlía Grímsdóttir lék vel fyrir Val í kvöld.
Ásta Júlía Grímsdóttir lék vel fyrir Val í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur og Þór frá Akureyri unnu bæði örugga útisigra í B-deild úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Valur heldur toppsæti B-deildarinnar og er nú með 20 stig líkt og Þór. Botnlið Snæfells er með 4 stig og fer í umspil með liðum í 2. - 4. sæti 1. deildar.

Valur heimsótti Snæfell á Stykkishólm og vann 51 stigs sigur, 92:41.

Valur var 23 stigum yfir í hálfleik og eftirleikurinn reyndist því auðveldur í síðari hálfleik.

Ásta og Secka með tvennu

Téa Adams var stigahæst í leiknum með 22 stig fyrir Val. Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við 16 stigum og fimm fráköstum.

Ásta Júlía Grímsdóttir var þá með tvennu er hún skoraði 14 stig og tók 11 fráköst.

Stigahæst hjá Snæfelli var Eva Rupnik með 13 stig. Shawnta Shaw bætti við 12 stigum.

Mammusu Secka var þá með tvennu. Skoraði hún 11 stig og tók 16 fráköst.

Öruggt í Grafarvoginum

Þór gerði góða ferð í Grafarvoginn og lagði Fjölni að velli, 88:65.

Þórsarar leiddu með 13 stigum, 48:35, og gengur gestirnir frá Akureyri enn frekar á lagið í síðari hálfleik og niðurstaðan að lokum þægilegur 23 stiga sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert