Njarðvíkingar áfram í öðru sæti

Krista Gló Magnúsdóttir og stöllur í Njarðvík voru sterkari en …
Krista Gló Magnúsdóttir og stöllur í Njarðvík voru sterkari en Haukar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvík er áfram í öðru sæti úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir 84:71-heimasigur á Haukum í næstsíðustu umferð A-deildarinnar.

Njarðvík gulltryggir sér annað sæti deildarinnar með sigri á deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í lokaumferðinni, en Grindavík á enn möguleika á að taka annað sætið. Haukar enda í fjórða eða fimmta sæti og mæta Stjörnunni í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Njarðvíkingar voru með undirtökin allan tímann og varð munurinn mestur 16 stig í stöðunni 35:19. Haukar áttu einhver áhlaup í seinni hálfleik en forskoti Njarðvíkinga var ekki ógnað að ráði.

Ena Viso var stigahæst hjá Njarðvík með 22 stig og tók hún einnig 12 fráköst. Selena Lott gerði 19 stig. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig fyrir Hauka og Þær Keira Robinson og Þóra Kristín Jónsdóttir skoruðu 15 hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert