Gerði hernum greiða með banni

Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir við blaðamenn í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir við blaðamenn í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa gert bandaríska hernum mikinn greiða með því að banna transfólki að gegna herþjónustu.

Þegar Trump ræddi við blaðamenn á sveitaklúbbi sínum í New Jersey sagði hann að málefni transfólks innan hersins hafi verið „flókin“ og „ruglingsleg“ fyrir herinn.

„Sjáið til, ég ber mikla virðingu fyrir samfélagi transfólks,“ sagði Trump. „Ég tel mig hafa mikinn stuðning – eða hef haft- mikinn stuðning frá því samfélagi. Ég fékk mörg atkvæði.“

Trump sagði að málefni transfólks innan hersins hafi haft í för með sér „mjög erfiða stöðu“ fyrir Bandaríkjaher.

„Eins og þið vitið er þetta mjög flókið mál fyrir herinn,“ greindi hann frá. „Þetta hefur verið mjög ruglingslegt fyrir herinn. Ég held að ég sé að gera hernum mikinn greiða.“

Þakkaði Pútín fyrir 

Trump þakkaði Vladimir Pútín, forseta Rússlands, einnig fyrir að hafa fyrirskipað bandaríska sendiráðinu í Moskvu að fækka starfsólki á þeirra vegum í Rússlandi í síðasta mánuði. Sagði Trump að það myndi draga úr launakostnaði ríkisins.

Fækkunin nemur 755 starfsmönnum.

„Ég vil þakka honum vegna þess að við erum að reyna að draga úr launakostnaði og hvað mig varðar er ég honum mjög þakklátur fyrir að hafa látið svo margt fólk fara vegna þess að núna er launakostnaður okkar lægri,“ sagði Trump.

Vladimir Pútin á veiðum í suðurhluta Síberíu í byrjun mánaðarins.
Vladimir Pútin á veiðum í suðurhluta Síberíu í byrjun mánaðarins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert