Óskalisti Trump

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hvikar ekki frá byggingu veggjar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hann vill hraða brottvísunum úr landi. Forsetinn sendi Bandríkjaþingi lista yfir áherslumál sín í innflytjendamálum í gær.

Hann telur að fjölga eigi starfsmönnum ríkisins í þessum málaflokki verulega. Hann vill að komið verði í veg fyrir að innflytjendur hvetji ættingja sína til þess að flytja til Bandaríkjanna og svo mætti lengi telja. Leiðtogar demókrata eru afar ósáttir við lista forsetans og segja hann ganga langt út fyrir eðlileg mörk.

 Listinn tengist samkomulagi milli demókrata og Trump varðandi réttindi þeirra innflytjenda sem komu sem börn ólöglega til landsins. Um er að ræða 690 þúsund innflytjendur sem Barack Obama veitti náð þegar hann gegndi embætti forseta. Trump segir að þær hugmyndir sem hann leggur fram í listanum í gær verði að verða hluti af samkomulaginu við demókrata. Það er að múrinn verði reistur og eftirlit aukið verulega a landamærum Bandaríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert