Allt er lagt í sölurnar á heimsleikum í Oirschot

Allt er til reiðu á mótsstað í Hollandi og margir …
Allt er til reiðu á mótsstað í Hollandi og margir þangað mættir, hestamenn og aðrir áhugasamir. Ljósmynd/Jón Björnsson

Fyrsti keppnisdagurinn á heimsleikum íslenska hestsins sem nú fer fram í Oirschot í Hollandi er í dag og hefst hann á kynbótasýningu.

Fyrsti Íslendingurinn í braut verður Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með hryssuna Ársól frá Sauðanesi. Ársól er fimm vetra með aðaleinkunnina 8.51 Í flokki fimm vetra stóðhesta keppa Höfði frá Bergi og sýnandi Þorgeir Ólafsson. Ólafsson. Ársól og Höfði eru bæði er sem stendur hæst dæmd í sínum flokki.

Þar á eftir kemur Hrönn frá Fákshólum og Jakob Svavar Sigurðsson og Geisli frá Árbæ og Árni Björn Pálsson, þau eru bæði sex vetra. Í flokki sjö vetra og eldri mæta Katla frá Hemlu og Árni Björn Pálsson og Hersir frá Húsavík og Teitur Árnason. Dagurinn endar svo á keppni í gæðingaskeiði. Þar keppa Benjamín Sandur Ingólfsson og Júní frá Brúnum.

Þá mætir ríkjandi heimsmeistari fullorðinna Teitur Árnason og Drottning frá Hömrum II mæta til leiks. Sömuleiðis er mikils vænst af Elmar Þormarssyni og Fjalladís frá Fornusöndum.

„Umgjörðin í kringum liðið er eins og best verður á kosið og fókusinn hjá knöpunum er skarpur. Liðsfundirnir og æfingar eru vel undirbúnar og markvissar. Þþessi hópur mun setja allt í sölurnar til að ná markmiðum sínum,“ segir Jónína Sif Eyþórsdóttir starfsmaður Landssambands hestamanna sem stödd er í Oirschot. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert