Glódís Rún og Salka heimsmeistarar

Glódís Rún og Salka.
Glódís Rún og Salka. Ljósmynd/Jón Björnsson

Glódís Rún Sigurðardóttir og Salka frá Efri-Brú eru heimsmeistarar í fimmgangi ungmenna. 

A-úrslit fóru fram í dag þar sem Glódís og Salka hlutu einkunnina 7,21 en Tekla Petersson og Vatnadís från Noastallet komu þar næstar á eftir með einkunnina 6,74. 

Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III enduðu í fjórða sæti en þau eru heimsmeistarar í gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki.

Í flokki fullorðinna fóru fram B-úrslit í fimmgangi í dag og báru þeir Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili, Hvítársíðu sigur úr býtum. Þar með unnu þeir sér inn þátttökurétt í A-úrslitunum sem fram fara á morgun. 

Teitur og Drottning enduðu önnur

Rúmlega 10 þúsund manns voru mætt í stúkuna í morgun að fylgjast með 100 metra skeiðkrappreiðum á HM íslenska hestsins í Hollandi. 

Teitur Árnason og Drottning frá Hömrum áttu besta tímann þar til kom að þriðja sprettinum, en þá tókst Teit ekki að leggja Drottningu og var sá sprettur ekki gildur. Enduðu þau í 2. sæti með tímann 7,29 sekúndur, tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir fyrsta sætinu. 

Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Ylfa frá Miðengi enduðu í 2. sæti í ungmennaflokki, en þær tóku 100 metrana á 7,7 sekúndum.  

Hér sést hve margir áhorfendur voru mættir að fylgjast með …
Hér sést hve margir áhorfendur voru mættir að fylgjast með skeiðinu. Ljósmynd/Jón Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert