Spennutryllir gegn Dönum 2007 (myndskeið)

Snorri Steinn Guðjónsson var í íslenska landsliðinu sem tapaði í …
Snorri Steinn Guðjónsson var í íslenska landsliðinu sem tapaði í ótrúlegum spennuleik á HM 2007. mbl.is/Golli

Íslendingar og Danir áttust við í ótrúlegum leik í 8-liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi árið 2007.

Danir fögnuðu sigri í tvíframlengdum leik, 42:41, þar sem Lars Möller Madsen skoraði sigurmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Með sigrinum tryggðu Danir sér farseðilinn í undanúrslit á HM í fyrsta skipti í 25 ár.

Vonandi ná Íslendingar að koma fram hefndum í kvöld þegar en Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitunum á HM í Katar í kvöld klukkan 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert