Ég er að vinna með nokkra einstaklinga sem hafa átt í mikilli baráttu við aukakílóin. Í rauninni er þetta ekki mín sérgrein og flestir sem ég vinn með eru íþróttamenn, en þetta hefur fengið mig til að sjá hvað vandamálið er stórt og til að gera meira í að leggja mitt af mörkum. Flestir sem eru of þungir hafa milljón sinnum farið í átak og endalausa kúra. Margir vita allt um það að maður þarf að hreyfa sig, borða oft og borða hollt til að dæmið gangi upp og sumir eru jafnvel í talsvert miklum æfingum Alltaf sitja samt kílóin þó þau séu mismörg í hvert skipti og niðurstaðan er gjarnan uppgjöf,vonleysi og sjálfsgagnrýni. Almenningur er líka hryllilega dómharður, við erum með útlitsdýrkun á háu stigi og feitlagnir einstaklingar upplifa sig oft eins og annars flokks fólk.
Einföld skýring á ofþyngd í heilbrigðum einstaklingi er að við innbyrðum of mikinn mat (bæði hollan og óhollan) og líkaminn er einfaldega að fá meira en hann þarf á að halda og safnar þar af leiðandi á sig fitulagi. En af hverju gerum við það og af hverju virkar ekkert? Svarið er auðvitað jafn fjölbreytilegt og við erum mörg og ef ég væri með töfralausn þá sæti ég ekki hér við skriftir heldur byggi á Bahamas og væri með þjónalið í kringum mig. Í dag ætla ég að minnast á tvennt í þessu samhengi ..en þetta er í raun efni í margar bækur!
Fyrir þá sem hafa átt við þetta vandamál lengi að stríða þá spila tilfinningar og hvernig við glímum við vandamál stórthlutverk þ.e það er algengt að fólk leyti sér huggunar í mat við ákveðnar aðstæður og ákveðnar tilfinningar ogþað verður í raun ósjálfráður ávani að gera það. Það að rjúka í ræktina hjálpar lítið ef þú skoðar ekki undirliggjandi ástæður og það sem ég hef frekar reynt að byrja á er að hjálpa fólki að átta sig á þessum tilfinningum og við hvernig aðstæður þær blossa upp áður en ég tækla hreyfingu eða mataræðið.
Fyrir langflesta t.d þá sem eru 5-15 kg of þungir þá er vandamálið finnst mér meira tengt slæmum venjum og of stórum skömmtum fremur en tilfinningum. Ég fæ oft tölvupóst frá fólki sem segist borða vandað fæði og hreyfir sig mikið en er samt að glíma við aukakíló. Ég trúin þeim 100% EN vandamálið í flestum tilvikum er að daglegir skammar eru einfaldlega of stórir miðað við hvað líkaminn þarf og aukakílóinn sitja þar af leiðandi föst. Hollt mataræði spilar lykilhlutverk varðandi heilbrigði en þó þú byggir á Grænum Kosti ogmyndir borða allar þínar máltíðir þar þá myndirðu samt fitna ef þú borðaðirmeira en þú þarft. Númer 1,2og 3 hvað snertir þyngd eru skammtar..skammtar...skammtar. Hollt mataræði og hreyfing hjálpar þér lítið ef þú heldur áfram að borða meira en líkaminn nær að vinna úr. Þú átt aldrei að svelta þig en prófaðu að minnka alla skammta aðeins (sérstaklega kvöldmatinn) og mundu það er bara fínt að sofna pínu svöng/svangur því það þýðir að þú hefur ekki borðað yfir þig þann daginn.