Karen Axelsdóttir - haus
4. október 2010

Ertu jólastjarna?

Á haustin er rétti tíminn til að bæta hjá sér tæknina. Af hverju að fara í gegnum enn einn veturinn án þess að laga hlaupatæknina og enda alltaf með sömu meiðslin eða sama hlunkastíl ár eftir ár. Eða lenda aftur í því á næsta ári að draga lappirnar eins og akkeri á sundleggnum eða halda áfram að ofnota lærvöðva á hjólinu og hlaupa langt undir eigin getu á hlaupunum. Sama hvort þú ert að æfa þríþraut, hlaup, badminton eða ert skemmtiskokkari þá er nauðsynlegt að taka 2-3 mán á hverju ári og einbeita sér að því að bæta tæknina.

_led_christmas_star.jpgGóðu fréttirnar fyrir okkur sem keppum yfir sumartímann eða stefnum á eitthvað næsta sumar er að núna er besti tíminn til að bæta tæknina og byggja sig rétt upp. Í mínu sporti þýðir það að æfingarnar eru styttri og líkamlega auðveldari alveg fram í nóvember-desember. Þeir sem tíma ekki að hætta og halda áfram óbreyttum æfingum eru gjarnan kallaðir JÓLASTJÖRNUR. Jólastjörnur skína skært um jólin og eru þá í miklu betra formi en við hin á æfingum þar sem þær eru ennþá í keppnisformi. En svo tekur nær undantekningarlaust við æfingaleiði eða meiðsli og þegar tímabilið hefst svo loksins í apríl þá er jólastarnan komin ofan í kassa og skín ekki eins og hún ætti að gera. Ef Tiger Woods, Paula Radcliff og Ian Thorpe taka tímabil þar sem þau minnka æfingaálag, fókusa á andlega þáttinn, betri tækni og flæði, af hverju eigum við hin ekki að gera það líka?

Núna er tíminn til að fara á skriðsundsnámskeið sjá http://triathlon.is/, hlaupanámskeið sjá smartmotion.org/ og gera "single leg" æfingar á þrekhjólinu. Ég skal koma með æfingtillögur á næstum dögum...líka fyrir jólastjörnur :-)

mynd
29. september 2010

Mig langar að...

Það góða við markmiðasetningu og árangur í íþróttum eins og ég var að tala um í síðasta pistli   er að það er svo auðveldlega hægt að heimfæra aðferðirnar uppá daglegt líf. Ég veit ég ætti bara að halda mig við það að rausa um þríþraut og hvernig maður nær árangri í íþróttum en það að detta inní þennan hugsunarhátt hefur eins og ég sagði síðast ekki bara hjálpað mér   íþróttunum… Meira
27. september 2010

Ertu á skemmtilegri leið í lífinu?

Fólk spyr mig hvort það sé ekki mikill léttir að vera búin með tímabilið og hvort nú eigi ekki að slaka rækilega á. Þetta er sem betur fer ekki eins og að klára próftörn í skóla þar sem þú þolir ekki námsefnið og vilt helst aldrei sjá það aftur. Vissulega geta æfingarnar verið hræðilega erfiðar, ég er vaknandi kl 5:30 á köldum vetrarmorgnum, helgarnar eru undirlagðar keppnum og félagslífið oft á… Meira
24. september 2010

Abu Dhabi Triathlon

  Mig dreymir um að komast í þetta race :-) Hvað dreymir þig? Meira
22. september 2010

Loksins komin á ról

Jæja nú er ég loksins komin á ról en þarf samt að taka mér amk eina viku í viðbót í hvíld ....ekkert spaug að taka eitt stykki ólympíska þríþraut ef maður er slappur   og ég hef heldur betur fengið að kenna á því.   Hér er að neðan brot úr samtali mínu við mann sem skrifaði mér, en ég hef fengið 4 mjög svipaðar fyrirspurnir undanfarið og birti hér   svör mín úr þeim.   Núna er… Meira
mynd
14. september 2010

HM í BÚDAPEST

Núna er HM yfirstaðið og eftir sitja mjög  blendnar tilfinningar. Ég er búin að vera í fanta formi og ekki ögn af neikvæðu  stressi. Ég get því ekki lýst vonbrigðunum þegar ég vaknaði með eyrnabólgu oghósta á föstudags morgun. Spenningurinn hjálpaði mér að halda haus og ég var þrátt  fyrir allt bjartsýn um að vakna hress á keppnisdag.   Því miður rættist sá draumur ekki . Ég… Meira
mynd
8. september 2010

Farin að telja niður

Núna eru 2 dagar í brottför og 4 dagar í heimsmeistaramótið. Ég á einungis eftir 2-3 æfingar þar sem ég tek stutta spretti. Í raun get ég gert það sem mér sýnist æfingalega séð því úr því sem komið er ekkert sem gerir mig meira "fit" og það eina sem skiptir máli er að vera vel stemmd og passlega hvíld. Ég hef fókusað á hlaupin síðustu 2 vikur þar sem hjólavöllurinn í Búdapest er… Meira
mynd
5. september 2010

Nýtt Íslandsmet karla í Ironman!

Steinn J óhannsson (sjá mynd) sem  keppti í Ironman Köln í dag bætti  Íslandsmet Einars Jóhannssonar frá 1996 um 6 sekúndur og fór á tímanum 9.24,46.  Hann varð 14 í heildina og 2. í sínum flokki. Steinn hefur undanfarin ár borið  höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga í lengri vegalengdum í þríþraut átti fyrir keppnina næst besta tíma Íslendings í Ironman… Meira
4. september 2010

Skemmtileg afþreying

Var að lesa Hin Feiga Skepna eftir Roth. Ein fyndnasta bók sem ég hef lesið. Hann hittir naglann skemmtilega á höfðuðið varðandi skilgreiningu á mörgum pælingum sem flestir hneykslast á ...en skilja innst inni mæta vel. Get ímyndað mér að hún féll ekki vel í kramið hjá ameríkananum...fékk ágætis innsýn við að búa þar í 2 ár. Gunni er duglegur að mæla með skemmtilegu efni fyrir mig og draga mig á… Meira
mynd
3. september 2010

Hvað tekur við?

Það eru núna 9 dagar í heimsmeistaramótið í Búdapest og ég er farin að stytta æfingarnar til að vera óþreytt og í topp standi   á   keppnisdag. Nú reynir á að tala vel til sín og hafa trú á eigin hæfileikum.   Ég veit að á HM mun ég hitta marga ofjarla mína. Þarna eru ekki bara allir bestu áhugamennirnir frá öllum heimsálfum   heldur verður þar fjöldi atvinnumanna en nýtt… Meira