Karen Axelsdóttir - haus
11. mars 2010

Ísbað

 SL373237Ísbað hljómar illa en kæling gerir kraftaverk í að koma í veg bólgu, myndun mjólkursýru og niðurbrot í vöðvum. Sem sagt gott til að minnka strengi og önnur særindi.  Ef ég hef tíma þá fer ég helst  í ísbað eftir sprettæfingu, löng hlaup og hjólatúra. Hér er uppskrift fyrir kuldaskræfur sem treysta sér ekki með allan líkamann í baðið.

Um leið og þú kemur inn eftir erfiða æfingu, láttu renna ískalt vatn í baðkarið þannig að það nái yfir lærin og helst mjóbak þegar þú situr í baðkarinu.

Á Íslandi er vatnið oftast nógu kalt en t.d hér í Bretlandi skelli ég tveimur klakapokum útí  t.d þeim sem þú fyllir sjálf og hnýtir (skellir pokanum útí í heilu lagi). 

Vertu í bol eða einhverju að ofan svo þér verði ekki of kalt, markmiðið er að kæla þreytta fótleggi en ekki frysta þig alla.   Vertu í baðinu amk 10 mín helst 15 mín, þetta er einungis vont í um 1 mín og þú getur dippaðinn og út fyrstu skiptin sem þú byrjar á þessu ef þér er of kalt. Eftir 4-5 skipti er þetta ekkert mál.

Farðu í heita sturtu 30-60 mín seinna (ef þú gerir það fyrr skemmirðu áhrif ísbaðsins). Ég hef reyndar oftast ekki tíma í svoleiðis bið og fer því í volga sturtu strax.

Íæfingaferðum með liðinu þarsem við erum að æfa eða hjóla langa túra dag eftir dag er ísbað skylda. Einnig mæli ég með því fyrir skíðaferðir, golfferðir og gönguferðir um hálendið en á hálendinu geturðu notað næsta læk. T.d flest hjólahótel  eru með eina ískalda vaðlaug gagngert til að kæla sig niður og þar standa atvinnumennirnir í bunkum eftir langan dag.
mynd
10. mars 2010

Kaffidrykkja

Í gegnum árin hefur mikið verið rannsakað hvort kaffi sé gott eða slæmt fyrir frammistöðu í íþróttum. Ýmsar rannsóknir http://www.pponline.co.uk/encyc/0652.htm    sýna fram á aukna frammistöðu í sundi, hjólreiðum, róðri og ýmsum hlaupavegalengdum en benda jafnframt á að neyslan þarf að vera í hófi þ.e. 1-2 bollar á dag. Margir íþróttamenn drekka mikið kaffi þar með talin ég sjálf eða 3-4… Meira
mynd
9. mars 2010

Æfingar þessa vikuna

Meiðslin hjá mér eru loksins að koma til eftir tæpa 4 mánuði frá hlaupum. Ég náði þremur stuttum og einni 50 mín hlaupaæfingu þegar ég var í æfingaferð fyrir 2 vikum síðan. Hvíldi svo vel í síðustu viku og held áfram að styrkja hlaupavöðva með stuttum tækni æfingum þessa vikuna. Það er kanski galið að hlaupa maraþon eftir 180 km á hjóli hvað þá miðað við svona hlaupaundirbúning. Ég er samt búin að… Meira
mynd
8. mars 2010

Nokkur undirbúningsatriði fyrir hlaup

Það getur ýmislegt komið uppá á keppnisdag sem hægt að koma í veg fyrir með smá fyrirhyggju. Ég þurfti einu sinni að stoppa í miðri keppni til að rífa af mér þrýsti sokka  sem ég hafði auðvitað aldrei prófað og ullu mér stöðugum krampa. Ég gæti skrifað heila bók um öll mistökin sem ég hef gert í keppni en hér eru helstu atriðin sem ég man eftir fyrir hlaup.  Farðu yfir fatnað, skótau og… Meira
mynd
7. mars 2010

Hlaða batterín

Í dag eru þrjár vikur til stefnu þar til ég keppi í minni fyrstu Ironman keppni í Ástralíu. Á næstunni skrifa ég að mestu um það en mun svo með tímanum fjalla meira um heilræði og þjálfun tengt styttri vegalengdum, sundi, hjólreiðum eða hlaupum.    Eftir 5 mánaða strembnar æfingar er komin tími til að    minnka æfingar svo ég verði óþreytt og í topp formi á keppnisdag. Þetta… Meira
mynd
6. mars 2010

Fyrir byrjendur

Ég er oft spurð hvernig ég nenni að eyða púðri í að þjálfa byrjendur. Staðreyndin er einfaldlega sú að ég fæ ef eitthvað er meira út úr því að sjá hversu miklar og jákvæðar breytingar verða á lífi þessa fólk heldur en að sjá afreksfólkið okkar   hlaupa 10 sek hraðar í keppni. Fólk er dauðhrætt við hugtök   eins og   ,,þríþraut“ og heldur að þetta sé bara fyrir… Meira
mynd
5. mars 2010

Finna tíma til æfinga

  Ef það er eitthvað sem við þ r íþrautar fólk erum snillingar í þá er það að finna tíma til æfinga.      Auðvitað er lítill tími aflögu þegar maður kemur heim úr vinnunni, sækir krakkana, fer í búðina ofrv. og nema þú sért unglingur eða einstæðingur í hlutastarfi þá kannastu sennilega við vandamálið. Ég er að sjálfsögðu ennþá að reka mig á en eftirfarandið eru atriði  … Meira
mynd
5. mars 2010

Bréf til Ironman fólks

Hér er bréf sem ég skrifaði í janúar til þríþrautarfólks á Íslandi sem stefnir á Ironman í ágúst 2010. Bréfið er langt en gagnast þeim sem vilja fá hugmyndir um hvernig dæmigerð æfingavika lítur út við Ironman þjálfun.   Elsku þríþrautarvinir Ég er núna komin í "Peak Phase" fyrir Ironman Australia sem verður þann 28 Mars og því um tæpar 10 vikur til stefnu eða réttara sagt… Meira