Karen Axelsdóttir - haus
23. mars 2010

Hvað ertu lengi að fara Ironman?

chrissie_wellington.jpgAð meðaltali eru flestir  sem ljúka keppni í Ironman að fara þetta á 14 klukkustundum. Þú ert dæmdur úr leik ef þú ferð yfir 17 klukkustundir en það eitt að klára þykir mikið afrek. Hafa þarf í huga að tímar eru afar mismunandi eftir völlum og veðráttu. Til dæmis þykir mun auðveldara ef völlurinn er flatur og mun erfiðara ef það er fjallendi, mikill vindur eða sterk sól.   En það getur  munað allt að 1.5 klukkustund á hvað sami íþróttamaður mundi fara Ironman Lanzarote sem er mjög erfiður völlur eða Ironman Roth Challenge sem er talinn  einn hraðasti völlurinn.

craig_alexendar_973354.jpg

Heimsmeistari kvenna er Bretinn Crissie Wellington og kláraði hún Ironman Hawaii 2009 á 8:54:02 (Sund 54.31/Hjól 4:52:07/Hlaup 3:03:06). Heimsmeistari karla er Ástralinn Craig Alexander sem kláraði Ironman Hawaii 2009 á 8 klst og 20 mín (Sund 50.57/Hjól 4:37:33/Hlaup 2:48:05). Chrissie ber höfuð og herðar yfir alla aðra atvinnumenn og lýkur keppni venjulega um 20 mín á undan næstu konu en í karlaflokki en keppnin um þessar mundir mun jafnari.

Að fara þetta á undir 11 tímum er gjarnan  líkt við það að vera 3 tima maraþon hlaupari. Þá er algeng skipting 1:05 mín fyrir 3.8 km sund, 6 klst fyrir 180 km hjól og 3:50 klst fyrir maraþon.

mynd
22. mars 2010

Eyða áhyggjum og njóta

Í framhaldi af pistli mínum "hugleiðing um vegalendir" skal ég útskýra fyrir ykkur hvernig ég fer að því að fyllast ekki örvæntingu og ótta við það að hugsa um keppnina (3.8 km sund, 180 km hjól og 42.2 km hlaup) og hvernig þú getur notað sömu tækni við eigin keppnir eða aðrar áskoranir í lífinu. Ef þú ert að takast á við eitthvað stórt t.d að keppa í Ironman og sérð það fyrir þér eins… Meira
mynd
20. mars 2010

Hugleiðing um vegalengdir

Núna eru 9 dagar í Ironman og það rignir yfir mig hringingum og skilaboðum frá vinum og ættingjum. Ég fæ alltaf gullnu spurninguna sem er jæja Karen mín og hvað er þetta nú aftur langt? Ég svara ,,vegalengdin er 3.86 km sund, 180 km hjól og 42.2 km hlaup". Það kemur alltaf smá þögn og fólk fer að reikna þetta yfir á mannamál eða svona sem nemur 152 ferðum í 25 m sundlaug, síðan er hjólað… Meira
mynd
19. mars 2010

Mataræði fyrir hjólatúr eða langa æfingu

Matar og drykkjarþörf fer auðvitað eftir einstaklingum, hita- og rakastigi en þetta er það sem ég þarf á vetraræfingum hér í Bretlandi. Ég borða alltaf góðan skammt af hafragraut fyrir langa hjólreiðartúra og tek svo með mér eitt orkubar úr þurrkuðum muldum ávöxtum fyrir hvern klukkutíma sem hjólað er. Ef þú átt ekki orkubar geturðu notað t.d banana eða rúsínubrauð. Gallinn er að það fer bara… Meira
mynd
18. mars 2010

Listi fyri hjólatúr

Ég hef mikið verið spurð um hvaða búnað sé best að nota fyrir hjólatúra eða langar hjólaæfingar. Hér eru atriði sem ég fer gjarnan yfir með nýliðum. Skyldubúnaður Hjól - vertu með á hreinu hvort hópurinn sem hittist sé á fjallahjólum eða götuhjólum. Þú þarft ekki að eiga flott hjól en þú munt eiga erfitt uppdráttar á týpísku ömmu reiðhjóli. Hjálmur, ljós að framan og aftan, aukaslanga, lítil pumpa… Meira
mynd
17. mars 2010

Aðlagast tímamismun

Jæja þá er kominn tími til að leggja í hann áleiðis til Ástralíu og flýg ég til Singapore í kvöld. Ef þú villt  ekki vera eins og lumma á keppnisdag þá þarftu að passa þig að ferðast nógu tímalega og gefa þér helst 1 dag fyrir hvern klukkutíma sem það munar á tímanum þínum og tímanum þar sem keppnin fer fram. Ég sankaði að mér nokkrum góðum ráðum hjá nokkrum atvinnumönnum… Meira
mynd
16. mars 2010

Tækla minniháttar hlaupameiðsli

Nánast allir íþróttamenn lenda í því reglulega að fá minniháttar meiðsli t.d togna, fá slit í vöðva, illt í hásin eða beinhimnubólgu. Þetta er hluti af leiknum og eitthvað sem þýðir ekki að svekkja sig á. Vissulega eru meiðsli oft afleiðing of mikils álags og líkaminn þarf þá aukna hvíld en fyrir keppnisfólk gilda oftast aðrar reglur þegar kemur að minniháttar meiðslum. Ef þú ert svo óheppin að… Meira
mynd
15. mars 2010

Andleg vanlíðan og æfingar

Lífið er fullt af uppákomum sem setja strik í æfingar og plön. Ef þér líður illa eða ef eitthvað bjátar þá er mikilvægt að taka það inní reikninginn og hlusta meira en venjulega á líkamann. Það þarf ekki að leggjast í kör heldur bara vera meðvitaður um líðanina og ekki vera rúðustrikaður þegar kemur að því að fylgja æfingaáætlun. Æskuvinkona mín Elísabet hefur verið mikið veik með krabbamein… Meira
mynd
13. mars 2010

Hjólað í náttúrunni

Ég ætlað að leyfa myndunum sem ég tók úr 3 tíma hjólatúr síðast liðið sumar við Breiðafjörðin tala sínu máli varðandi hvað landið okkar hefur uppá að bjóða. Það er einstök upplifun að hjóla í náttúrunni svo ég minnist nú ekki á hversu góð æfing það er! Á höfuðborgarsvæðinu má  nefna Heiðmörk, Krísuvík, Nesjarvallasvæðið og Þingvelli sem allt eru frábær svæði til að stunda hjólreiðar á.… Meira
mynd
12. mars 2010

Jákvætt viðhorf

Ég var á sundæfingu á mánudag og miðvikudag. Ekkert óvanaleg við það nema hvað stakk mig voru samtöl hjá nokkrum félögum mínum. Þegar 20 mín voru eftir af æfingunni og við vorum í strembnu aðalsetti segir einn ,,geðveikt það eru bara 20 mín eftir þannig við náum  bara að gera 2/3 af þessu setti" og hinar samræðurnar voru svipaðar eða ,,yes við höfum ekki tíma til að gera erfiðu… Meira