Eldgosi í Grímsvötnum er lokið. Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í gær, er líklegt að gosinu hafi lokið á föstudagskvöld eða snemma á laugardegi. Meira
Gosið í Grímsvötnum er nú óðum að ganga niður og sjást nú einungis gufubólstrar í gosstöðvunum og einstaka sprenging. Gosið var gjóskugos frá upphafi til enda og náði ekki að breytast í hraungos. Meira
Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni, segir að ósköp rólegt hafi verið yfir gosinu í Grímsvötnum í nótt og samkvæmt mælum er það nánast liðið undir lok, ef ekki alveg búið. Hann sagði að eftir klukkan fjögur í nótt hafi komist ró yfir svæðið og líklega væri ekki gos núna. Hann útilokaði þó ekki að það gæti farið að gjósa af krafti aftur, meðan einhver smá titringur er á svæðinu. „En líkleg er þetta gos búið,“ sagði Ragnar við Fréttavef Morgunblaðsins. Meira
Frank Houben, talsmaður KLM-flugfélagsins, segir að einungis átta flugferðir á Evrópuleiðum félagsins hafi verið felldar niður í gær vegna gosösku sem borist hafi inn yfir Evrópu frá eldstöðinni í Grímsvötnum í Vatnajökli. Aðrar ferðir hafi fallið niður vegna þoku í Amsterdam. Meira
„Flugumferð á Norður-Atlantshafinu er komin í eðlilegt horf eftir gos, flugbannsvæðið er komið norður fyrir 73 gráðu og þar er sáralítil umferð hvort eð er,“ segir Guðmundur Haraldsson, varðstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli en þaðan er stjórnað flugumferð á norðanverðu Norður-Atlantshafi. Meira
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að dregið hafi verulega úr gosvirkni í Grímsvötnum í nótt og samkvæmt mælum er það nánast að líða undir lok. Hann útilokaði þó ekki að kraftur gæti komið aftur í gosið. Eins og staðan er núna kæmu upp stöku gusur og næðu þær upp í aðeins 100 til 200 metra hæð. Meira
Gunnar Rúnar Pétursson bóndi í Vogum í Mývatnssveit var í gær að hýsa fé sem hann átti á túni á Ytri-Höfða. Áður höfðu bændur í Vogum sótt fé á tún í Hofsstaðaheiði. Meira
Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjórans hefur sent frá sér viðvörun til ferðamanna á Vatnajökli, um að ferðir í nágrenni við gosstöðvarnar í Grímsvötnum séu mjög hættulegar. Að sögn Almannavarnardeildar hafa fregnir borist af því að ferðalangar hafi lent í vandræðum með að komast ofan af jöklinum í gær. Meira
Virkni í Grímsvötnum er minni þessa stundina og er einnig orðin hviðukennd eins og gerist í Grímsvatnagosum auk þess sem hlaup í Skeiðará virðist vera í rénun. Af þessum ástæðum hefur samhæfingarstöð almannavarna verið lokað í bili og bakvakt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur tekið við eftirlitshlutverki almannavarna. Að öllu óbreyttu verður vegurinn um Skeiðarársand opinn í nótt. Meira
Skeiðarárhlaupið er í rénun eftir að hafa náð hámarki í gær. Rennslið í gærkvöldi var um 2.600 rúmmetrar á sekúndu en samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamönnum Orkustofnunar er rennslið nú komið vel niður fyrir 2.000 rúmmetra á sekúndu. Mælingamenn eru nú að störfum og reiknuðu með að mælingum yrði lokið eftir hádegi.
Búið er að opna veginn um Skeiðarársand sem hafði verið lokaður frá því klukkan hálf átta í gærkvöldi af öryggisástæðum. Vegurinn var lokaður við Núpsstað að vestan og afleggjarann að Skaftafelli að austan. Vegagerðarmenn frá Höfn fóru yfir sandinn í morgun og sáu engar skemmdir og því var ákveðið að opna. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er nú greiðfært um helstu þjóðvegi landsins.
Skeiðarárhlaupið virðist hafa náð hámarki í gær miðað við niðurstöðu rennslismælingar vatnamælingamanna við Skeiðará í gærkvöldi. Samkvæmt fyrstu úrvinnslu þeirra var rennslið í gærkvöldi um 2.600 rúmmetrar á sekúndu. Að sögn vatnamælingamanna Orkustofnunar var rennslið mun minna í morgun, en þeir voru þó ekki byrjaðir að mæla en sáu greinileg merki þess að vatnsrennslið væri að minnka.
Flugmálastjórn barst skeyti frá sænsku Veðurstofunni í nótt þar sem tilkynnt var um gosmökk sem náði frá 15 þúsund fetum og upp í 50 þúsund feta hæð yfir sunnanverðri Skandínavíu. Eldgosið í Grímsvötnum hefur valdið því að um 311 þúsund ferkílómetra svæði norð-austur af gosstöðvunum er enn lokað fyrir flugumferð og verður svo áfram þar til nánari upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu gosmökksins og öskunnar frá gosinu. Meira
Yfirdýralæknir hvetur búfjáreigendur til að fylgjast með fréttum af gosinu í Grímsvötnum og veðurspám. Hann segir að þeir verði að vera viðbúnir því að hýsa dýrin, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Meira
Sigmundur Sæmundsson fór við þriðja mann á jeppa upp að gosstöðvunum í Grímsvötnum og varð vitni að því þegar gossprungan færði sig til vesturs um miðjan dag í gær. Meira
Skeiðarárhlaupið virðist hafa náð hámarki í gær miðað við niðurstöðu rennslismælingar vatnamælingamanna við Skeiðará í gærkvöldi. Samkvæmt fyrstu úrvinnslu þeirra var rennslið í gærkvöldi um 2.600 rúmmetrar á sekúndu (m
Svo mikið hafði vaxið í Núpsvötnum í gærmorgun að algjörlega ófært var orðið að loftpressu sem brúarflokkur Vegagerðarinnar hafði skilið eftir á sandaurum undir brúnni kvöldið áður. Því var ekki annað hægt en að hífa pressuna upp á brúna og gekk það vel, að sögn Kristjáns Þórðarsonar aðstoðarverkstjóra. Meira
Fjallað var um eldgosið í Grímsvötnum í erlendum fjölmiðlum í gær, eins og sjá mátti á netsíðum norrænna dagblaða. Athygli þeirra beindist einkum að því að aska úr gosinu gæti truflað flugumferð yfir Norður-Atlantshafið og til Norðurlandanna. Meira
Kerfi Veðurstofunnar sem mælir jarðskjálfta kom að gífurlega miklu gagni í aðdraganda Grímsvatnagossins en á grundvelli þeirra mælinga var hægt að spá fyrir um gosið með töluverðri ná kvæmni, sem og um hlaupið sem byrjaði fyrir helgi. Meira
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að eldgosið í Grímsvötnum sé frekar að magnast en hitt og að í því séu tilbrigði. „Það fellur saman við að gossvæðið sé eitthvað að stækka, sem sjónarvottar hafa þóst verða varir við,“ segir hann. „Gosmökkurinn er hár, 12-14 kílómetrar. Það er nú eiginlega aðalfréttin, að það er ekkert lát á þessu,“ sagði Ragnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins nú á níunda tímanum. Meira
Vísindamenn sögðu í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins fyrir stundu að ómögulegt væri að segja til um hvort hámarki gossins í Grímsvötnum væri náð. Þeir segja að um mjög sveiflukennt gos sé að ræða. Vatnsrennsli í Skeiðará er nú 2.900 rúmmetrar á sekúndu, en Árni Snorrason hjá vatnamælingum Orkustofnunar segir að líklega nái rennslið hámarki; 5-7.000 rúmmetrum á sekúndu, seint í nótt eða fyrramálið. Enn sem komið er er talið að mannvirki séu ekki í hættu, en hlaupið geti þó aukið álag á varnargarða. Meira
Búist er við að vísindamenn, sem skoðað hafa úr lofti eldstöðina við Grímsvötn síðari hluta dags, komi í Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð kl. 18.00. Fyrir liggur að örar breytingar eru á gosinu. Af gefnu tilefni vill almannavarnadeild ríkislögreglustjórans vara við umferð um jökulinn í ljósi þess að jökullinn er sprunginn og stórhættulegur yfirferðar, en gos virðist vera komið upp á öðrum stað í Grímsvatnadældinni. Einnig er rétt að geta þess að hættulegt er að vera í gosmekkinum. Meira
Lögreglustjórarnir í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði munu af öryggisástæðum loka veginum yfir Skeiðarársand fyrir umferð kl. 19.30. Lokanir verða við Núpsstað að vestan og afleggjarann að Skaftafelli að austan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Almannavörnum.
Flugleiðin til Egilsstaða er orðin fær. Flogið er suður fyrir Vatnajökul og lengir það flugleið um 10-15 mínútur. Flugfélag Íslands sendi eina flugvél til Akureyrar og fóru farþegar þaðan með rútu til Egilsstaða. Fljótlega eftir að flugvélin var komin norður opnaðist fyrir flug til Egilsstaða og er þegar ein flugvél lent þar. Farþegar með þeirri vél urðu því aðeins á undan þeim farþegum sem flugu til Akureyrar og fóru þaðan með rútu. Meira