Karen Axelsdóttir - haus
5. apríl 2010

Praktísk sundþjálfun

 

grant_hackett_winning.jpg

Ég held að það sé tímasóun að lýsa skriflega  fyrir  byrjendum hvernig þú gerir skriðsundsstrokuna. Þegar þú ert komin aðeins áleiðis þá geturðu vel lesið þér til um slíkt, en fyrir byrjendur  gæti maður alveg eins skrifað á latínu.  Einnig finnst mér byrjendur lengi að ná því þegar ég stend á bakkanum og reyni að útskýra. 

Þegar ég er búin að sjá fólk synda í 1-2 skipti er þrennt sem mér  finnst flýta mikið fyrir  í lærdómsferlinu.  

Margir læra betur með því að sjá heldur en að hlusta. Gagnlegt er að taka sundstrokuna upp á video og horfa á. Ekki láta hendur fallast yfir öllu því sem þarf að laga heldur einblíndu á eitt eða í mesta lagi tvö atriði og hrósaðu sjálfum þér fyrir það sem þú gerir vel. Gott er að fá tilsögn sundþjálfara en reyndu líka að spá í strokuna sjálf(ur) og hvað megi betur fara.

 Annað sem virkar vel er að horfa á góðan sundmann og reyna að festa strokuna í huganum. Ef ég er að horfa á video með nemanda þá spyr ég gjarnan spurninga sem tengjast þeirra eigin stroku t.d ,,tekurðu eftir því hvernig hann snýr höfðinu“ eða ,,hvernig finnst þér hann beita höndinni“ og leiði nemendur þannig í gegnum ferlið. Þetta fær fólk til að skilja betur einstaka hluta strokunar og muna þegar það sjálft fer í laugina. 

Þú getur gert þetta heima með því að nota t.d. YouTube t.d með því að slá inn „front crawl technique“ . Passaðu þig  að skoða bara eitt í einu eða bara það atriði sem þú villt bæta hverju sinni. En lykilatriði í sundinu finnst mér að bæta bara eitt atriði í einu og negla vel það áður en vaðið er í það næsta.

Ef allt þrýtur og mér finnst viðkomandi endurtekið gera vitlausar hreyfingar þá hjálpar að leggja viðkomandi á bekk og sýna þeim sundhreyfinguna með því að færa til á þeim handlegginn, höfuðið eða fótleggina.  Þannig að þegar þú ert komin uppá bekk þá veistu að þú ert í tómu bulli :-) 

 Meðfylgjandi er mynd og  linkur á vidoe af Gran Hackett  ólympíumeistara í 1500 metra skriðsundi árin 2000 og 2004.  

http://www.youtube.com/watch?v=f6qIhkuzTx0

Talið er því miður á frönsku en myndatakan er frábær og sýnir tæknina vel.

mynd
4. apríl 2010

Skriðsund eða golf?

Ef einhver spákona hefði sagt mér landkrabbanum  fyrir 4 árum síðan að ég ætti eftir að skrifa um sund eða kenna fólki skriðsund þá hefði ég fengið hláturskast . En áður en ég byrjaði í þríþrautinni þá fóru allar mínar sundferðir fram í heita pottinum og ég skildi ekkert í þessu sundpakki sem nennti að synda endalaust fram og til baka. Ég var svo léleg í skriðsundi þegar ég skráði… Meira
mynd
2. apríl 2010

Átsukk upp í bústað

Nú er Páskahelgin framundan og landsmenn vonandi flestir i fríi og að fara út úr bænum. Ertu ein(n) af þeim sem þarft að ná af þér 1-2 kg eftir allar steikurnar, nammið og vínið eftir bara eina helgi uppi í bústað? Ég á mína spretti og eftir 2-3 sumarbústaðarferðir á hverju sumri á Íslandi þá fæ ég oftast ógeð og er fegin að vera ekki í þessum pakka árið um kring. Samt hef ég oft hjólað hluta af… Meira
mynd
1. apríl 2010

Er stoppað til að borða?

Hvað borðar maður í keppni sem er 9-17 klukkutímar? Það er ekki skrítið að fólk spyrji en þessa spurningu hef ég fengið mikið undanfarna daga ma. frá foreldrum mínum daginn fyrir keppni.  Maðurinn minn svaraði að ég myndi  hitta þau  í hádegismat og svo bara halda áfram. Þau voru alsæl enda fannst alveg eðlileg að fólk þyrfti að taka sér hlé og borða í svona langri keppni.… Meira
mynd
31. mars 2010

Jafna mig

Venjulega fæ ég lítinn tíma til að jafna mig milli keppna á keppnistímabilinu yfir sumarið. Tek því kanski rólega í 1-2 daga og fer í ísbað ef ég hef tíma. Þannig það er heldur betur dekur að vera hér í fríi í Ástralíu og með foreldrana til að dekra við mig og soninn að nudda mig. Þessar mömmur eru ótrúlegar. Merkilegt að maður skuli ekki kunna að meta þjónustuna almennilega fyrr en maður flytur… Meira
mynd
30. mars 2010

Stuðningur frá Íslandi

Ég hef fengið svo mörg og ótrúlega fallega skilaboð frá ykkur lesendum að maður næstum klökknar að hugsa til þess hvað margir voru með mér í huganum. Ekki bara frá fjölskyldu, vinum og íþóttanördum heldur frá fullt af ókunnu fólki, húsmæðrum, unglingum og venjulegu fólki sem er ekkert í íþróttum. Ég ætla að leyfa mér að vera væmin og segja ykkur að þetta hefur verið ómetanlegt og ég skil ekki… Meira
mynd
29. mars 2010

Ég er Ironman :-)

Ég er orðin Ironman(kona) og það er dásamleg tilfinning. Daginn fyrir var ég svo slöpp að ég hélt ég væri að verða lasin. Mér líður stundum þannig fyrir mót og held að líkaminn sé á sinn hátt að þvinga mann til að hvíla sig fyrir komandi átök. Ég vaknaði klukkan 3:45 til að ná að borða 3 tímum fyrir start og veit ekki hvort ég var meira spennt að fá kaffibollan minn langþráða eða fara í… Meira
mynd
26. mars 2010

"Freakshow"

Ég er nú komin til Port Macquarie og þaðfer ekkert á milli mála að hér fer fram Ironman keppni í borginni. Ég hugsa aðvenulegum túristum bregði mikið og séu fljótir að fela bjórinn og soga inn bumbuna við að sjá allt þetta ofurfitt fólk á vappi um bæinn. Þetta er á íþrótttamáli máli   kallað "freakshow"en sama hvað þúert stæltur   þá bregður meira að segja okkur keppendum… Meira
25. mars 2010

Heitt!

Núna eru 4 dagar til stefnu og kominn timi til að kveðja Sydney og halda ferðinni áfram til Port Macquarie þar sem keppnin er   haldin. Ég hefði betur sparað stóru orðin varðandi áhyggjuleysi því ég er nú komin með nettar áhyggjur. Í raun ekki útaf keppninni heldur útaf hitanum og rakanum, en hér er 29 stiga hiti í skugga og maður er   hreinlega að bráðna. Mig var farið að svima við það… Meira
mynd
24. mars 2010

Heilræði frá nýbökuðum Ironman

Ketill Helgason sem fór í Ironman China núna fyrir 10 dögum sendi mér þennan pistil.  Keppnin í Kína fer fram í miklu hita. Það sem einmitt það sem ég þarf að fást við núna á sunnudaginn og því koma ráð hans sér afar vel, en við Íslendingar og N-Evrópubúar erum eðlilega ekki mjög reynd þegar kemur að því að fást við slíkt.  Myndirnar eru teknar ef Katli í keppninni. Kæra Karen Mig langar… Meira