Karen Axelsdóttir - haus
17. apríl 2010

Tvíþraut á morgun

kortÁ morgun sunnudaginn 18. apríl verður haldin tvíþraut í Heiðmörk (Furulundur). Keppnin er þrískipt en keppt er í hlaupum og hjólreiðum og hefst keppni kl 10:00. Vegalengdirnar eru 4 km hlaup / 15 km hjól (fjallahjól ) / 4 km hlaup. Skráning hefst kl. 9:00 og þátttökugjald er aðeins 1.500,- kr. Start, skiptingar og mark er við Furulund í Garðabæ. Sjá nánari upplýsingar og kort á http://triathlon.is/.

Ég er hundfúl að vera ekki á landinu til að vera með en tvíþraut er alltaf skemmtileg og besti undirbúningurinn sem ég kemst í fyrir þríþraut. Varðandi "strategíu“ þá fer það svolítið eftir styrkleika þínum þe. hvort þú er betri hlaupari eða hjólreiðamaður. Ef markmiðið er að vinna þetta þá er stefnan einfaldlega að bíta á jaxlinn og halda í aðra forsprakka. Góðir hjólreiðamenn þurfa samt ekki að örvænta á fyrsta hlaupalegg en 15 km á fjallahjóli ætti að duga til að ná forystu ef þú missir liðið ekki meira en 1 mín fram úr þér. Hlaupaspírurnar þurfa að passa sig að ná góðu forskoti á fyrsta hlaupalegg og spinna í léttari gír síðasta kílómeterinn á hjólinu. Fyrir aðra þá mæli ég með að hlaupa fyrsta legginn á ekki meira en 75-80% álagi og passa að hafa hjólið ekki í það þungum gír að þú fáir brunatilfinningu í læri og fótleggi. Síðasta hlaupið tekur alltaf í en þá reynir á að vera ekki of góður við sjálfan sig heldur klára þetta með stæl. Eftirfarandi er smá tékklisti fyrir byrjendur og aðra þáttakendur.

Upphitun fyrir keppni. Ég myndi hita upp með rólegu skokki í 10-15 mín, taka svo  4 x 60 m vaxandi spretti og gera "ballistic" teygjur.

Hlaup.  

Mættu á staðinn í hlaupagallanum t.d  l angerma hlaupabol og síðum  hlaupabuxum  (þröngar að neðan svo þær festist ekki í keðjunni ). 

 

Þunnur hlaupa jakki

Hlaupaskór (með teygjureimum)

Sokkar

Þunnir hanskar?

Hjól. 

Fjallahjól (passaðu að bremsurnar virki vel og læsi ekki dekkinu).

Pumpa (getur sennilega fengið lánaða pumpu á staðnum).

Hjálmur

Hjólaskór (ef þú ert með venjulega pedala þá ertu í hlaupaskónum áfram).

Hjólagleraugu (ef þú notar þau).

Vantsbrúsi (ég myndi drekka amk 400 ml þrátt fyrir kuldann ).

Þykkari hanska?

Plastpoka til að breiða yfir hjólaskóna í ef það rignir meðan þú ert að hlaupa fyrsta legginn.

Rafmagnlímband til að festa 1 x sykurgel og gleraugun á hjólið (bara ef vön/vanur því en ég sjálf myndi fá mér eitt gel eftir 10 km á hjólinu).

Eftir keppni. Skokkaðu mjög rólega í amk 5 mín. Farðu strax í þurran bol og eitthvað nógu hlýtt. Reyndu að borða innan 30 mín. Taktu t.d með þér banana, kjúklinga samloku og appelsínudjús. Teygðu vel og farðu í ísbað um kvöldið.   

Umfram allt  skemmtu þér vel og þakkaðu sjálfboðaliðum fyrir stuðninginn því án þeirra væri ekki hægt að halda svona keppni

mynd
16. apríl 2010

Ráð frá Bibbu

Í framhaldi af pistli mínum í gær  um Bibbu birti ég hér nokkur góð ráð frá henni en hún og maður hennar Ásgeir Elíasson eru bæði á kafi í fjallahlaupum, sjósundi, þríþraut ofl. Þau eiga það sameiginlegt að hafa ekki byrjað á þessum fyrr en eftir þrítugt sem er einmitt þegar flestir leggja skóna á hilluna.  Við fáum svo  að heyra sögu Ásgeirs fljótlega.   Hvernig þið látið… Meira
mynd
15. apríl 2010

Fyrsta íslenska Ironman konan

Ég er ekki fyrst íslenskra kvenna til að ljúka keppni   í Ironman heldur   var það Bryndís Baldursdóttir sem vann það afrek í Ironman Germany 2007. Hún var svo óheppin að detta á hjólinu 7 vikum fyrir   keppni þar sem hún viðbeinsbrotnaði en lét sig hafa það, synti í gegnum þetta einhent   og lauk keppni með glæsibrag.   Greinilega alveg ótrúleg kona hér á ferð en ég gat… Meira
mynd
14. apríl 2010

Mataræði

Sæl Karen, ég er mikill matarsóði, borða of mikið, alltof sjaldan, of óhollt og   þarf að ná einhverri stjórn á matarræðinu ef æfingar eiga að skila árangri. Hvað er “möst” og hvað má alls ekki í sambandi við matarræði og daglegar æfingar? Borðarðu vel fyrir morgunæfingar? Geturðu birt einhver dæmi t.d hvað þú borðar á týpískum degi og hvenær ? Sæll, ég er ekki næringar eða… Meira
13. apríl 2010

Frábær vefsíða og flokkun

  Hér er frábær   vefsíða til að læra eða bæta skriðsundið http://www.swimsmooth.com/ Það eitt að horfa á rétt sundtök hjálpar þér óbeint þegar þú kemur í laugina, en hér geturðu séð sundmanninn frá öllum hliðum og einnig stillt hraðann. Takið eftir hvað neðri hluti líkamans er nálægt yfirboðinu en eitt það fyrsta sem byrjendur byrja á að læra er að ná svokölluðu jafnvægi í vatninu og… Meira
12. apríl 2010

Hlaupastíll 1 hluti

Margir hafa beðið um ráðleggingar varðandi hlaupastíl. Ég taldi mig hafa ágætis hlaupastíl þangað til  ég fór að æfa undir handleiðslu James þjálfara mínum fyrir 2 árum. Hann gjörbylti hjá mér stílnum og  kenndi mér á nokkrum vikum  að lenda á framfæti  og jók skrefhraðann úr 82 í 92 skref á mínútu. Tímarnir mínir ruku niður og ég varð mun léttari á mér sem… Meira
mynd
10. apríl 2010

Miða við tíma og púls

 Í kjölfari pistilsins í gær ,,kapphlaup við sjálfan þig" datt mér í hug að minnast á eitt sem hjálpar mér á löngu æfingunum. Ég miðaði áður alltaf við kílómetra og það virkar ágætlega á sumrin eða innandyra á turbo þjálfa þar sem aðstæður eru alltaf eins. En um leið og ég fór að hjóla meira yfir vetrartímann var ég fljót að sjá að kílómetrar eru afstæðir og oft villandi að miða æfinguna… Meira
mynd
9. apríl 2010

Kapphlaup við sjálfan þig

Eitt af því sem hjálpar mér mikið bæði varðandi hvatningu og til að koma í veg fyrir ofþálfun er að blanda saman á víxl erfiðum og léttum æfingum. Eins og það er hvetjandi að hlaupa sama hverfishringinn hraðar eða hjóla æfingahringinn á skemmri tíma þá hættir manni til í að lenda í eilífu kapphlaupi við sjálfan sig.Þú getur ekki staðið í því að bæta tímann þinn á hverri einustu æfingu (nema alveg… Meira
mynd
7. apríl 2010

Bakverkir

Flestir finna fyrir þreytu í mjóbaki eða hnakka þegar þeir eru að byrja í hjólreiðum og ég held að allir finni til þreytu í baki eftir mjög langar æfingar. Það er ekki skrítið þar sem þú ert að leggja mikið á bakið við það að vera lengi í sömu stöðu. Það tekur bakið nokkrar vikur að byggja upp styrk en mjög mikið af verkjum tengist einnig uppsetningu hjólsins. Ég mæli með að þú látir fagmann kíkja… Meira
mynd
6. apríl 2010

Æfing á hlaupabretti

Flestir hlaupa alltaf sama hverfishringinn á sama tíma eða hoppa á hlaupabrettið og láta það lulla á sama hraða allan tímann. Ég held ég myndi deyja úr leiðindum ef ég þyrfti að gera það og skil mjög vel af hverju fólki sem æfir svoleiðis finnst annað hvort hundleiðinlegt að hlaupa eða skilur ekki af hverju það er ekkert að bæta sig. Ég skal smám saman hjálpa ykkur að tækla leiðindin og hér er… Meira