Sagan Ísland Viðtöl Með eigin orðum Samstarfið |
4. apríl 1999 eru fimmtíu ár liðin frá stofnun Atlantshafsbandalagsins (NATO). Varnarbandalagið er einstakt í mannkynssögunni, því það hefur tryggt frið á áhrifasvæði sínu í hálfa öld þrátt fyrir hrakspár margra og válynd veður. Að kalda stríðinu loknu hefur hlutverk þess þó breyst verulega, eins og sjá má af aðgerðum bandalagsins í Serbíu og Kosovo. Á þessum vef er að finna margvíslegt efni, sem tengist sögu bandalagsins, þætti Íslands í henni, aðdragandanum að stofnun þess og aðild Íslands, auk viðtala við fjölmarga, sem komið hafa við sögu eða fylgst með þróuninni. Á myndinni að ofan má sjá Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra, undirrita Atlantshafssáttmálann fyrir Íslands hönd í Washington hinn 4. apríl 1949. Hjá honum stendur Thor Thors, sendiherra. Morgunblaðið |
NATO |