Tákn vefjar

Sagan
Aðdragandinn
Merkið frá Reykjavík
Farsæl saga
Hið nýja NATO
Dean Acheson
Bjarni Benediktsson
Stiklað á stóru

Ísland
Aðildin og varnarsáttmálinn
Hlutleysið kvatt
Árásin á Alþingi
Átök á Austurvelli
Varið land
Starf NATO hér

Viðtöl
Davíð Oddsson
Guðmundur H. Garðarsson
Halldór Ásgrímsson
Jón Hákon Magnússon
Ragnar Arnalds
Vladislav Zubok
Vojtech Mastny

Með eigin orðum
Bjarni Benediktsson 1949
Ólafur Thors 1949
Bjarni Benediktsson 1968
Emil Jónsson 1968

Samstarfið
Vísindasamstarf
Umhverfismál
Jarðvísindi
Tölvutækni
Styrkþegar NATO

 

Upplýsingamiðlun NATO

Víðtæk starfsemi á Íslandi

Magnús Þórðarson.

MAGNÚS Þórðarson var upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi og tók hann við starfinu af Ólafi Egilssyni, núverandi sendiherra. Magnús hóf störf fyrir NATO hér á landi árið 1966 og sinnti þeim til dauðadags 12. október 1992.

Samhliða því sem Magnús sinnti störfum sem upplýsingafulltrúi NATO á Íslandi var hann framkvæmdastjóri áhugamannafélaganna tveggja um vestræna samvinnu, Varðbergs og SVS. Var Magnús einn þekktasti málsvari Atlantshafsbandalagsins á Íslandi á sinni tíð.

Á vegum Varðbergs og SVS er haldinn fjöldi fyrirlestra á ári hverju og eru jafnan fengnir til þess hæfustu sérfræðingar hérlendir sem erlendir. Atlantshafsbandalagið gefur út á Íslandi NATO-fréttir auk þess sem tímaritið Viðhorf er gefið út á vegum Varðbergs og SVS. Er það einn helsti vettvangur samtímaumræðu um íslensk varnar- og öryggismál. Þá hefur skrifstofan sent menn í skóla landsins og á fundi félagasamtaka til að kynna starfsemi NATO og hugmyndafræðina að baki þess. Á skrifstofunni er og að finna kynningarmyndir og annað fræðsluefni frá bandalaginu.

Núverandi starfsmaður upplýsingaskrifstofunnar er Dagný Erna Lárusdóttir. Að sögn hennar hefur mjög færst í vöxt á síðustu árum að ungt fólk sækist eftir upplýsingum um NATO og stór hópur ungs fólks fer á hverju ári á eigin vegum til höfuðstöðva bandalagsins í Brussel til að kynnast starfseminni þar. Einnig eru farnar ferðir á vegum skrifstofunnar með þátttöku m.a. stjórnmálamanna, fréttamanna og kennara.


Morgunblaðið

                                                                                                  NATO