Tákn vefjar

Sagan
Aðdragandinn
Merkið frá Reykjavík
Farsæl saga
Hið nýja NATO
Dean Acheson
Bjarni Benediktsson
Stiklað á stóru

Ísland
Aðildin og varnarsáttmálinn
Hlutleysið kvatt
Árásin á Alþingi
Átök á Austurvelli
Varið land
Starf NATO hér

Viðtöl
Davíð Oddsson
Guðmundur H. Garðarsson
Halldór Ásgrímsson
Jón Hákon Magnússon
Ragnar Arnalds
Vladislav Zubok
Vojtech Mastny

Með eigin orðum
Bjarni Benediktsson 1949
Ólafur Thors 1949
Bjarni Benediktsson 1968
Emil Jónsson 1968

Samstarfið
Vísindasamstarf
Umhverfismál
Jarðvísindi
Tölvutækni
Styrkþegar NATO

 

VIÐAR Guðmundsson og Andrei Manolescu á rannsóknarstofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Vandi tölvu- og samskiptatækni framtíðarinnar

RÚMENINN Andrei Manolescu hefur átt í samstarfi við Viðar Gunnarsson hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands síðan árið 1993. Þetta er í þriðja sinn sem hann dvelst hérlendis, nú sem styrkþegi vísindasamstarfs NATO en áður hefur hann kennt nemendum í meistaranámi í eðlisfræði við H.Í. Þeir Viðar starfa nú saman að rannsóknum á eðlisfræði þéttefnis - grunnrannsóknarvinnu sem nýst getur við tölvu- og fjarskiptatækni framtíðarinnar.

Tölvutækninni fleygir stöðugt fram. Örgjörvar og annar tæknibúnaður verður sífellt smærri, sem vekur upp spurningar um hvað gerist, að tíu eða fimmtán árum liðnum, með áframhaldandi þróun. Þá munu hefðbundnar hugmyndir manna um riðlast og sumir álíta að þar liggi endimörkin - ekki sé hægt að smækka meir.

Í rannsóknum þeirra Viðars og Manolescus er sjónum beint að seglun og leiðni í örmótuðum háleiðurum (á nanóskala, 1 milljarðasti úr metra) þ.e. að rannsaka hvernig rafeindir haga sér í þessum örsmáu kerfum. Eftir því sem kerfin minnka breytast eiginleikar þeirra, sem þýðir að þegar uppbygging örgjörva er komin á nanóskala er leiðni orðin allt önnur en við eigum að venjast með hefðbundna koparvíra.

Í því skyni hafa þeir smíðað líkön af örsmáum gervikristöllum og skoðað hreyfingar rafeindanna inni í þeim. Með rannsóknunum vonast þeir til að sjá hver leiðnin verði og hvernig þeirri hægt sé að stýra henni. Jafnframt hafa þeir verið að gera líkön af ísogi ljóss í kristöllunum og kanna á hvern hátt ljós hefur áhrif á rafeindahreyfinguna. Með þessum hætti sé hægt að komast að því hvernig rafeindir hagi sér inni í gervikristöllunum.

Með rannsóknunum vonast vísindamennirnir til þess að svara spurningum um hversu langt sé hægt að ganga í að smækka rafeindakerfin, og hvernig hægt sé að nota breytta eiginleika þeirra til þess að komast niður fyrir þau stærðarmörk sem búin eru hefðbundnum örgjörvum.

Rannsóknir þeirra hafa vakið athygli og hafa greinar birst í erlendum vísindatímaritum. Ennfremur hefur þeim verið boðið að kynna rannsóknir sínar á ráðstefnum í Tyrklandi og á Ítalíu á næstunni.

Styrkir vísindanefndarinnar velþekktir í Rúmeníu
Að sögn Manolescus, kynntist hann störfum Viðars eftir að hafa rekist á grein eftir hann þegar hann var við Max-Planck stofnunina í Þýskalandi. Hafi hann haft samband við Viðar og fljótlega hafi þeir hafið samstarf. Á liðnu ári hafi þeir í sameiningu sótt um vísindastyrk RANNÍS sem hafi nýst sér við að greiða hluta dvalarinnar hér á landi. Tímanum nú hafi þeir varið í að skrifa greinar sem munu birtast á næstu misserum.

Sagði Manolescu að vísindastyrkir NATO séu velþekktir í heimalandi sínu, Rúmeníu. Á stofnun þeirri sem hann starfi við, sé stórt rannsóknarverkefni starfrækt og hafi vísindanefnd bandalagsins styrkt verkefnið. Gerði það stofnuninni kleift að kaupa tæknibúnað sem vantaði. Upphæðin hafi ekki verið ýkja há, tæpar 3 milljónir króna, en að sama skapi mikilvæg í ljósi þess að opinber framlög til stofnunarinnar séu af mjög skornum skammti. Vandamál sem upp hafa komið í rúmensku samfélagi - á leið þess til markaðsbúskapar - hafi gert annars blómlegu vísindastarfi, erfiðara um vik.

Morgunblaðið/Árni Sæberg


Morgunblaðið

                                                                                                  NATO